Bröndótt og hvít læða fannst með 3 kettlinga við Urðarholt í Mosfellsbæ. Hún kom í Kattholt 20. júní.
Við skoðun kom í ljós að hún var með  svöðusár undir handakrikanum, trúleg eftir hálsólina.
Tvær aðgerðir voru  gerðar á henni á Dýraspítalanum í Víðidal. Ekki tókst að bjarga lífi hennar.
Hún var einstaklega blíð og góð og hugsaði vel um börnin sín.
Ég mun aldrei skilja hvernig fólk getur yfirgefið dýrin sín.
Kisubörnin hennar eru í Kattholti án móður sinnar og eru dugleg að borða.
Það er von okkar að þau fái góð heimili.
Starfsfólkið þakkar kisunni fyrir samveruna og alla elsku sem hún sýndi okkur.
Guð blessi hana.
Kær kveðja
Sigríður Heiðberg.