Kisumóðir í vanda.

16 apr, 2009

Bröndótt og hvít læða er búin að vera á flækingi út á Álftanesi um tíma.


 


Fyrir 4 dögum kom hún inn til fólks sem hefur verið að gefa henni að borða, og gaut 4 kettlingum.


 


Kom í Kattholt 15. Apríl sl.


 


Hún er mjög blíð og sinnir afkvæmum sínum af mikilli elskusemi.


 


Það er alveg með ólíkindum hvað mörg dýr ráfa um vegalaus og allslaus.


 


Í neið sinni leitaði hún samt til fólksins sem hafði gefið henni að borða og bað um ásjár sér og börnum sínum til handa.


 


Ég verð alltaf svo sár í hjarta mínum við slíkan atburð.


 


Þeir félagar sem stofnuðu Kattavinafélag í Íslands 1976 og síðar Kattholt 1991 mega aldrei gleymast.


 


Kær kveðja til dýravina.


Sigríður Heiðberg formaður.