Bröndótt og hvít læða fannst um miðjan júní undir sólpalli í Selásnum í Reykjavík. Dýravinir gáfu henni að borða.

 

 

Í hvert skifti sem læðan var búin að borða þá fór hún alltaf undir pallinn.

 

 

Fljótlega vaknaði sá grunur að læðan væri ekki ein undir pallinum.

 

 

Eftir nokkurn tíma komu 4 kettlingar í ljós .25. Ágúst kom kisan með börnin sín í Kattholt.  

 

 

Við skoðun kom í ljós að 2 af kettlingunum eru viltir.

 

 

Lífsbaráttan er erfið hjá kisunum okkar.

 

Velkomin í skjól í Kattholti.

 

 

Kær kveðja.

Sigríður Heiðberg formaður