Kæra Kattholt
Lísa og Lára komu báðar í Kattholt sem kettlingar af götunni.
Lísa sem er bröndótt og kom til okkar sumarið 2005 og varð strax í uppáhaldi hjá allri fjölskyldunni enda skemmtileg og forvitin.
Lára er hvít og ljós grá og kom til okkar ári seinna pínu lítil og grindhoruð, hún hefur nú verið fituð upp og elskar að kúra í fanginu á manni.
Þessar kisur fluttu fyrir hálfu ári til Bandaríkjanna með okkur hjónunum og var sú ferð svolítið erfið, nýtt land, nýtt hús og hellingur af nýjum pöddum til að borða.
Lísa og Lára eru svo æðislega skemmtilegar kisur svo ólíkar, þær eiga það til að slást mikið en slagsmálin enda alltaf með að þær knúsa hvor aðra.
Takk Kattholt fyrir að bjarga þessum yndislegu kisum þegar enginn vildi þær og leyfa okkar að bæta þeim inn í fjölskylduna okkar sem nú getur ekki hugsað sér að vera án þeirra.
Kisu kveðjur frá Atlanta,
Lísa, Lára og fjölskylda.
Kæra fjölskylda.
Kisurnar í Kattholti og allir dýravinir senda ykkur góðar kveðjur frá Íslandi.
Pósturinn frá ykkur gefur okkur styrk og bjartsýni í oft erfiðu starfi.
Megi blessun guðs fylgja ykkur.
Sigríður Heiðberg formaður.