Brimir er 3 ára konungur sem var valinn kisi maí mánaðar af starfsfólki Kattholts. Hann fannst á vergangi og var ómerktur og ógeltur þegar hann kom til okkar í byrjun apríl. Hann er barngóður og ljúfur kisi sem þráir traust framtíðarheimili þar sem hann fengi að stjórna ríki sínu sem eini kisi heimilisins og fengi að leika sér úti.
Til þess að skoða kisur í heimilisleit er best að hafa samband á virkum dögum milli 9-12 í síma 567-2909 til þess að panta tíma.
Kattholt er staðsett í Stangarhyl 2, 110 Reykjavík.