Ég kom á nýja heimilið og var svolítið stressaður fyrsta daginn, en ég þurfti nú ekkert að vera svona stressaður vegna þess að ég er dekraður upp úr öllu valdi og núna elti ég þau út um allt malandi
Hæ ég heiti Fróði og ég ætla að segja ykkur í stuttu máli sögu mína. Ég kom í Kattholt í janúar sl eftir að ég flutti út af heimili mínu vegna þess að það kom hundur á heimilið mitt og mér líkaði ekki við hann.
Nágranni minn aumkaði sig yfir mig ( algjör dýravinur ) og flutti mig í Kattholt. Mér leið ekki vel, feldur minn var allur í flóka og eftir að ég var rakaður leið mér betur.
|
Svo varð það að einn daginn kom eitthvað fólk og var að tvístíga eitthvað við búrið mitt, ég skildi náttúrulega ekki hvað var í gangi og starði þessum stóru augum á fólkið. Forstöðukonan tók mig skyndilega úr körfunni minni og setti mig niður á gólf og viti menn, mig líkaði bara vel við fólkið sem var að skoða mig.
Daginn eftir kom fólkið til að sækja mig og fara með mig á nýja heimilið en ég var ekki alveg tilbúinn til að fara í þetta skrítna búr sem hún var að reyna að setja mig í en inn fór ég á endanum. Ég kom á nýja heimilið og var svolítið stressaður fyrsta daginn, en ég þurfti nú ekkert að vera svona stressaður vegna þess að ég er dekraður upp úr öllu valdi og núna elti ég þau út um allt malandi.
Þetta er besta heimili sem hægt er að hugsa sér
Þetta er besta heimili sem hægt er að hugsa sér. Ég óska að fleiri kisur eins og ég fái svona gott heimili og yndislegt fólk til að hugsa um sig.
Kveðja Fróði.