Dvergarnir sjö eru í heimilisleit og verða sýndir á morgun, fimmtudag milli kl. 14-16. Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér kettling fylla út umsókn á staðnum. Nýr eigandi greiðir fyrir geldingu, örmerkingu og ormahreinsun, þ.e. 18.500 kr.

Þessir 9-10 vikna kettlingar hafa alist upp við gott atlæti og eru afskaplega ljúfir og fjörugir. Mamma þeir kom kettlingafull í Kattholt og er einnig í heimilisleit.