Kattholti berast hlýjar kveðjur.

6 sep, 2007

Kæru kattarvinir.

Ég lenti í þeirri sorglegu reynslu nú í Ágúst að tapa honum Móra mínum og auglýsti eftir honum á vef Kattholts.

Þar gat ég endurgjalds-laust auglýst eftir kettinum mínum sem er mér og fjölskyldu minni meira virði en orð fá lýst.

Ég er félagi í kattarvinafélaginu, en árgjaldið þar er einungis 2.500,- krónur.

Fyrir þessa upphæð er lítill styrkur veittur kattarvinafélaginu og það finn ég nú á þessum dögum þar sem óeigingjarnir starfsmenn Kattholts, gera okkur dýraeigendum kleyft að auglýsa með þessum hætti eftir kisunum okkar og fylgjast með hvort greyin hafi ratað inn til þeirra.

Fjöldi saklausa dýra rata inn til Kattholts nánast á degi hverjum og við sem eigum dýr vitum vel að það er alskostar ekki ókeypis að halda þessari þjónustu úti.

Mig langar að skora á alla þá sem skoða vef Kattholts og nýta sér þessa þjónustu að styrkja með litlu framlagi þetta félag sem oft á tíðum hjálpar vegalausum kisum heim til sín eða kemur þeim munaðarlausu fyrir á nýjum og góðum heimilum.

Ég byrja á að láta lítið framlag kr.5000 renna í sjóð kattarvinafélagsins (allar upplýsingar um banka að finna hér á vefnum sem þú ert einmitt að skoða núna) fyrir hönd hans Móra okkar og vona að aðrir kattareigendur finni hversu mikilvægt starf kattarvinafélagið er að vinna fyrir kisurnar okkar.. látum verk fylgja hug.

Kv, Kattavinkona