Kattholt leitar eftir stuðningi

26 Mar, 2008


Kæru dýravinir.  Nú stendur til að panta ný gæslubúr fyrir kisurnar í Kattholti.  Þau eru mjög fullkomin og mun fara vel um dýrin í þeim.


En búrin kosta mikla peninga og þessvegna leita ég til ykkur um stuðning.  Kattholt verður að fylgast vel með þróun á búrum og vera í fararbroddi.


Á meðfylgjandi mynd ber að líta hvernig búrin líta út.


Hægt er að leggja inn á reikning í Landsbankanum í Árbæ sem er:


0113-26-314425


Kt: 550378-0199


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg, formaður