Í dag eru 38 ár liðin frá stofnun Kattavinafélags Íslands. Allar götur síðan hefur félagið unnið að bættum hag katta. Með opnun Kattholts
árið 1991 var brotið blað í sögu dýraverndar á Íslandi.
Ástæðan fyrir stofnun félagsins var brýn þörf fyrir bættri
meðferð katta á landinu eða eins og segir á heimasíðu okkar:
Tilgangur Kattavinafélagsins er að vinna að betri meðferð
katta og standa vörð um að kettir njóti þeirrar lögverndar sem gildandi
dýraverndunarlög mæla fyrir um, og stuðla að því að allir kettir eigi sér
húsaskjól, mat og gott atlæti.