Góðir hlutir gerast hægt

12 Mar, 2014

Bergur er fæddur heimilisköttur en var á vergangi árum saman.
Það er ekki auðvelt að taka að sér ketti sem hafa verið á vergangi lengi. Til
þess að svona kettir geti notið sín á nýju heimili þá þurfa þeir
rólegheit og þolinmóða eigendur. Bergur datt í lukkapottinn og eignaðist
þannig heimili.