Myndin er af 4 mánaða högna sem kom í Kattholt 7. Júlí mjög þreyttur og hefur hann sofið frá því hann kom.
Ótrúlegur fjöldi katta hefur komið á síðust l0 dögum. Það sem vekur athygli mína er hvað kisurnar eru ungar, þreyttar og daprar.
Kattaeigendur eru ekki í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana.
Nýustu fréttir herma að fólk fer að heiman og skilur dýrin eftir með opinn glugga og einhvern mat sem örugglega er af skornum skammti.
Hvað gera dýrin þá? Þau leita til nágranna sinna og biðja um miskunn sér til handa.
Stórlega er brotið á kisunum okkar.
28. júlí var komið með tveggja mánaða læðu í Kattholt sem hafði verið í 8 klukkutíma fyrir utan hús hér í bæ.
Í ljós kom að hún var með lungnabólgu og hefur barist fyrir lífí sínu litla skinnið, og verið meðhöndluð af færum dýralæknum.
Ég vil þakka þeim dýravinum sem hafa hlúð að vegalausum kisum og gefið þeim að borða.
Frúin á bænum var orðin svo þreytt um daginn af miklu álagi í Kattholti að hún tók sér frí í 4 daga og fór og skoðaði landið sitt.
Kisurnar í Kattholti voru í öruggum höndum starfsfólks og kisurnar á Laufásveginum sömuleiðis.
Við skulum vera þess minnug að hugsa vel um dýrin okkar , þá mun hamingjan verða okkur hliðholl.
Kær kveðja vinir mínir.
Sigríður Heiðberg.
Formaður.