Ég hef talið við þig varðandi þennan kött sem býr hér á Haðarstíg í miðbænum.  Ég hef verið að gefa henni að borða en hún er frekar stygg en ákaflega blíð. 


 


Hún hefur búið hérna frá því í vor undir húsgrunni í götunni en því miður hef ég ekki getað tekið hana inn, því hér á heimilinu er ofnæmi fyrir kisum.  Þetta er kannski ekki góð mynd en sýnir vel litina. 


 


Hún er með  merki í eyranu en ólæsilegt.  Ég hef ekki viljað fanga hana til að fara með til dýralæknis til að reyna að lesa úr þessu, því þá gæti ég ekki nálgast hana aftur því hún er stygg. 


 


Ég myndi gera það ef tryggt er að hún færi á eitthvað heimili í framhaldi af því.  Ég get ekki hugsað til þess að hún verði hér í vetur og vona að þegar verður pláss hjá ykkur að þið getið tekið hana inn á meðan eiganda er leitað. 


 


Ef ykkur vantar fleiri  upplýsingar, er síminn hjá mér 551-0538


 


kv. Halla.