
Hún hvæsti að Úlfi (sem er kötturinn okkar sem var hér fyrir) ef hann kom nálægt henni, en hann virti það og lét hana í friði. Hún kunni ekki að leika sér að dóti hvað þá við Úlf. En nú er orðin breyting á. Úlfur og Karen eru orðnir bestu vinir og Úlfur lítur á sig sem stóra bróður hennar. Þau leika sér saman, nudda sér upp við hvort annað og Úlfur
á það til að þvo henni svolítið.

Fyrir tveimur dögum síðan létum við þau sofa í sama herbergi yfir nóttina og gekk það eins og í sögu. Og í gær, laugardag hleyptum við Kareni út með Úlfi og það var mikið gaman hjá þeim. Eins og að horfa á eftir beljunum á vorin. Hún er ekki lengi úti við í einu ennþá, hún kemur alltaf inn á undan Úlfi. Svo þegar hann lætur loks sjá sig, tekur hún á móti honum. Það er alveg frábært hvað þetta gengur vel.
Ég læt fylgja með mynd af Kareni og eina af Úlfi.
Kv.
Anna Kaja Þrastardóttir