Vildi láta ykkur vita að Karen hefur aðlagast heimilislífinu mjög vel. Í fyrstu var hún mjög taugaveikluð og kvik, borðaði af mikilli græðgi eins og hún óttaðist að þetta væri síðasta máltíðin.

 

 

Hún hvæsti að Úlfi (sem er kötturinn okkar sem var hér fyrir) ef hann kom nálægt henni, en hann virti það og lét hana í friði. Hún kunni ekki að leika sér að dóti hvað þá við Úlf. En nú er orðin breyting á. Úlfur og Karen eru orðnir bestu vinir og Úlfur lítur á sig sem stóra bróður hennar. Þau leika sér saman, nudda sér upp við hvort annað og Úlfur á það til að þvo henni svolítið.

 

 

Fyrir tveimur dögum síðan létum við þau sofa í sama herbergi yfir nóttina og gekk það eins og í sögu. Og í gær, laugardag hleyptum við Kareni út með Úlfi og það var mikið gaman hjá þeim. Eins og að horfa á eftir beljunum á vorin. Hún er ekki lengi úti við í einu ennþá, hún kemur alltaf inn á undan Úlfi. Svo þegar hann lætur loks sjá sig, tekur hún á móti honum.  Það er alveg frábært hvað þetta gengur vel.

 

 

 

 

Ég læt fylgja með mynd af Kareni og eina af Úlfi.

 

 

Kv.

 

 

Anna Kaja Þrastardóttir