Nú þegar vetrarkuldar herja á af miklum krafti, viljum við enn og aftur minna á þann óteljandi fjölda vergangs- og villikatta sem eru á ferli í og við þéttbýli sem og í dreifbýli.
Við skorum á dýravini að vera vakandi fyrir köttum sem eru á vergangi. Fæstum okkar munar um að gauka að þeim matarbita og gott er að búa þeim skjól, sé þess kostur. Best er að reyna koma kisum á vergangi til hjálpar með því að láta kanna hvort þær séu merktar t.d. í Kattholti (höfuðborgarsvæði og nágrenni) eða á dýralæknastofum.
Starfsmenn sveitarfélaga eiga að bregðast við ef til þeirra er leitað með að ná kisum í fellibúr.
Aldrei er of oft brýnt fyrir kattaeigendum að sýna þá ábyrgð að láta gelda fressketti og taka læður úr sambandi. Offjölgun katta kemur okkur öllum við!
Höfum augun opin, það er mögulega kisa/kisur í neyð í okkar nærumhverfi!