Kæru félagar vinsamlega athugið

4 feb, 2014


Kattavinafélag Íslands þakkar þeim
fjölmörgu, sem gerst hafa félagar að
undanförnu og býður þá hjartanlega velkomna í hóp kattavina sem styðja vilja
við starfið í Kattholti.

Gjalddagi félagsgjalds f. árið 2014
verður 1. maí n.k.

Minnum jafnframt á að enn eiga
nokkrir aðilar óuppgert félagsgjald kr. 3.000 fyrir árið 2013.

Vinsamlega athugið að félagar í
vanskilum 30. apríl, falla sjálfkrafa út af félagsskrá.

 

Dýravinir: Hjálpumst að, eflum
starfið í Kattholti. Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn!