Við minnum á að eindagi félagsgjalds fyrir árið 2018, var 1. júní síðastliðinn.
Gaman er að segja frá því að aldrei í sögu félagsins hefur innheimtan gengið jafn vel og núna. Við þökkum félagsmönnum kærlega fyrir!
Jafnframt fá þeir fjölmörgu velunnarar Kattholts sem styrkja starfsemina reglulega með peninga- og matargjöfum hjartans bestu þakkir.
Það er ómetanlegt að finna þann góða hug og velvild sem að kisunum okkar snýr.