Það var í September 1991 að komið var með gulbröndóttan og hvítan 1 árs kisustrák í Kattholt.
Hann fannst við Vífilsstaði ,veikur,horaður,og þreklítill. Hann var eyrnamerktur svo ég hringdi strax í eiganda hans. Hún tjáði mér að hún væri búin að gefa hann . Sú ákörðun var tekin að hann skyldi búa í Kattholti Hann var skýrður Emil í Kattholti og þjónaði athvarfinu í 13 ár. Hann var einstakur kisustrákur,tók að sér vegalausa kettlinga og hugsaði um þá eins og besta móðir.
Blessuð sé minning hans.Hvað hefur breyst síðan Emil var borinn inn í Kattholt nær dauða en lífi.
Stundum finnst mér okkur miða áfram, svo kemur höggið,kisum hent út úr bílum,kisur settar í kassa fyrir utan athvarfið sama hvernig viðrar ,eða hent inn um gluggana.
Kæru dýravinir . Við getum aðeins vonað að þar verði breyting á.
Kveðja Sigríður Heiðberg.