Kæra Sigríður og aðrir starfsmenn á Kattholti

21 jún, 2006

Ástæða mín fyrir þessum skrifum núna er sú að ég sá þessa litlu umkomulausu 2 mánaða kettlinga á síðunni ykkar sem höfðu verið skildir eftir í kassa fyrir utan hjá ykkur.

 

Enn og aftur á ég ekki til orð yfir mannvonskunni í fólki. Hvenær mun þessu linna? Ég bara spyr..
Ég hef fylgst með síðunni ykkar alveg síðan henni var breytt og gerð svona stór og flott og dáist ég gífurlega af starfi ykkar í garð þessarra yndislegu dýra. Sjálf á ég mikill kattavinur og hef stundum styrkt ykkur um pening. Vildi að ég gæti gefið mun meira, en allt er skárra en ekkert.

 

Ég vona svo sannarlega að fólk fari að sjá að sér og fari að hugsa betur um dýrin sín. Eins og margir hafa sagt, hvar væru kettir þessa lands ef ekki væri fyrir ykkur fólkið á Kattholti?

 

Takk fyrir að vera til staðar fyrir kisurnar.

 

Með kærri kveðju
Ragnheiður