Jólakort og dagatöl

6 Nov, 2012

Kæru kisuvinir,

Komin eru jólakort í sölu hjá okkur.
Kortin eru máluð af Helgu Dengsu og Petrúnu Sigurðardóttur.
Þetta eru 8 kort í pakka og kostar pakkinn 1.000,- kr/pk.
Einnig er hægt að fá kortin stök á 150,-kr/stk.

Einnig munum við fá fljótlega dagatal fyrir árið 2013 þar sem þemað er listrænar myndir af kisum mánaðarins fyrir árið 2012. Margar fallegar myndir prýða dagatalið.

Allt þetta er til sölu upp í Kattholti en auðvitað verður þetta líka til sölu á hinum árlega jólabasar sem er haldinn í desember ár hvert, það verður auglýst síðar hvenær hann verður.
Einnig er hægt að panta kort/kortapakka og fá sent heim og svo seinna dagatölin líka. Áhugasamir sendi póst á [email protected]

Allur ágóði af sölu á þessum kortum og dagatölum rennur til kattanna í Kattholti.