Kattholt verður með falleg jólakort, merkispjöld og dagatöl til sölu fyrir jólin. Allur ágóði rennur til kattanna í Kattholti. Jólakortin eru skreytt akryl myndum eftir starfsmann Kattholts. Þau fást með eða án texta.
Jólakortin, merkispjöldin og dagatölin eru til sölu á eftirfarandi stöðum: Kattholti, Dýraspítalanum í Víðidal, Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti, Dýrabæ (Kringlunni og Smáralind) og Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur (Háaleitisbraut 58-60, 108 rvk). Fólk utan höfuðborgarsvæðisins býðst að fá sent heim. Vinsamlegast hafið þá samband á kattholt@kattholt.is. Viðtakandi greiðir sendingarkostnað.
Jólakort 8 stk.-1.000 kr.
Merkispjöld 8 stk.-500 kr.
Dagatal-1.500 kr.