Kattholt hefur til sölu fyrir jólin falleg
jólakort, merkispjöld og dagatal fyrir árið 2015. Allur ágóði rennur til
kattanna í Kattholti.
Í dagatalinu eru fallegar ljósmyndir ásamt
texta af óskilaköttum, sem dvöldu í Kattholti á árinu 2014.
Jólakortin og merkispjöldin eru
skreytt kattamyndum eftir starfsmenn Kattholts. Til sölu eru tveir, mismunandi
pakkar af jólakortum. Í hvorum þeirra eru átta kort með fjórum mismunanda
myndum.
Jólakort,
merkispjöld og dagatal 2015 er til sölu í Kattholti, Fótaaðgerðastofu Reykjavíkur, Dýrabæ, Dýraspítalanum í Víðidal og
Gæludýr.is.
Í boði er að senda pakka
út á land, en þá bætist sendingarkostnaður við verðið: kattholt@kattholt.is.
Jólakort 8 stk.-1.000 kr.
Merkispjöld 8 stk.-500 kr.
Dagatal-1.500 kr.