Jólabasar í Kattholti

17 nóv, 2019

Kattavinafélag Íslands heldur árlegan:

JÓLABASAR Í KATTHOLTI
30. nóvember 2019
Kl. 11-16
Stangarhyl 2, 110 Reykjavík

Að venju verður margt til sölu tengt jólunum eins og jólaskraut, jólakort, merkispjöld, jólapappír og ýmislegt handunnið handverk.

Dagatal ársins 2020 er tilbúið og er það jafn glæsilegt og fyrri ár og verður það á söluborðunum ásamt hefðbundnum basarvörum eins og kisustyttum, handgerðu kisuskrauti, skartgripum, svuntum, veskjum ásamt fleira fallegu smádóti.

Girnilegu smákökurnar og terturnar verða á sínum stað.

Hægt verður að sjá þær kisur sem eru í heimilisleit.

Allur ágóði fer til styrktar óskilakisunum í Kattholti.

Verið hjartanlega velkomin,
Basarnefnd.