Hjartans þakkir fyrir stuðning ykkar á jólabasarnum!

9 des, 2019

Við hjá Kattavinafélaginu, starfsfólkið og kisurnar í Kattholti, þökkum af öllu hjarta gestum okkar fyrir komuna á jólabasarinn sl. laugardag. Stuðningur ykkar er ómetanlegur fyrir áframhaldandi starfsemi Kattholts.

Öllum þeim sem lögðu okkur lið með að gefa hluti og baka gómsætt bakkelsi, þökkum við alveg sérstaklega.

Þær kisur sem voru til sýnis á basarnum eru allar komnar með dásamleg framtíðarheimili.

Enn er hægt að kaupa dagatöl, merkispjöld, jólakort og fleira tengt basarnum hjá okkur í Stangarhyl 2 alla virka daga frá 9-16.

Bestu þakkir og kveðjur

Basarnefnd.