Jólabasar á laugardag

29 nóv, 2017

Jólabasar Kattavinafélags Íslands verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, laugardaginn 2. desember kl. 11-16.

Á boðstólum verða fallegir munir er tengjast jólunum s.s. jólakort, merkispjöld, jólapappír, jólaskraut, handverk, handunnin kerti ásamt hefðbundnu basardóti. Á basarnum verður til sölu dagatal ársins 2018.

Eins og endranær þá verðum við með girnilegar smákökur og annað bakkelsi.

Yndislegar kisur verða sýndar sem allar eiga það sameiginlegt að þrá að eignast ný og góð heimili.

Allur ágóði fer til styrktar óskilakisunum í Kattholti.

Verið hjartanlega velkomin,
Basarnefnd.