Fyrir og eftir myndir

24 Nov, 2017

Í september sl. bjargaði kattavinur grindhoruðum ketti í Kattholt. Kötturinn var máttfarinn og veikur eftir að hafa líklegast lokast inni. Hann var 2,5 kg við komu sem er afar lítið fyrir 5 ára ógeltan fress. Kisi fékk nafnið Gylfi. Hann fékk meðhöndlun frá dýralækni og gott atlæti í Kattholti. Hann þurfti að vera á sjúkrafæði til að ná styrk að nýju. Fyrstu dagana var fylgst með honum kvölds og morgna til að gæta þess að hann borðaði.

Tveimur mánuðum síðar er Gylfi orðinn rúmlega 5 kg og mjög sprækur. Hann er mikið matargat og ljúfur. Hann fór á yndislegt heimili núna í nóvember.