Ef farið
er að heiman yfir hátíðirnar þá verður að tryggja gæludýrum örugga gæslu. Gæta
þarf sérstaklega að kettir komist ekki út ef þeir eru í gæslu á ókunnum stað.
Stress og
óróleiki hafa áhrif á gæludýrin okkar. Hlífum þeim eftir fremsta megni við
slíku.
Lifandi kertaljós geta verið hættuleg köttum, þeir geta hætt sér of nálægt þeim
og brennt sig eða velt þeim um koll.
Verum
vakandi yfir að kettir éti ekki barrnálar, blóm jólastjörnu, skreytibönd og
pappír. Eins er gott að jólakúlur séu utan seilingar, ef þær detta í gólfið og
brotna, geta brotin stungist í litlar loppur.
Sumir kettir eru viðkvæmir fyrir ýmsum matartegundum, sérstaklega feitum mat og
mikið krydduðum. Það er best fyrir meltingu katta að þeir séu á sínu venjulega
fóðri.
Hávaði af flugeldum um áramót veldur óróleika og hræðslu hjá mörgum dýrum. Gott
er t.d. að huga að því að loka köttinn inni í herbergi, draga fyrir glugga og hafa kveikt á
útvarpi. Ef dýrin þola mjög illa hávaðann er mögulegt að fá róandi lyf hjá dýralækni
og/eða kaupa Pet remedy, en það er unnið úr náttúrulegum jurtum sem róa taugar og veita öryggis
tilfinningu. Hægt er að nálgast það hjá dýralæknum og í dýrabúðum.
Þessi tími
eykur ennfremur mikið á þrautir villikatta.
Hugum sérstaklega að þeim á vetrartíma, þeir eiga erfitt með að ná sér í æti.
Útbúum þeim skjól sé þess einhver kostur.
Síðast en ekki síst: Gefum aldrei lifandi dýr í jólagjöf. Dýr eru skyni gæddar
verur, EKKI leikföng.
Heimild: Dönsku
dýraverndarsamtökin (Dyrefondet).