Ísabella er komin heim frá Kattholti.

10 júl, 2009

Svört og hvít loðin læða fannst með 4 kettlinga inni í geymslu í Árbænum í Reykjavík.


 


Tvær af kettlingunum voru dánir.


Dýrin komu í Kattholt 10. Júlí sl.


 


Athugull dýravinur fann dýrin og kom þeim í Kattholt. Eru honum færðar þakkir.


 


Kær kveðja Sigríður Heiðberg formaður.


 


 


 


 


Skýrsla kisunnar. Hraunbær – Týnd.


Isabella er svört og hvít læða sem náði að opna krækju á herbergisglugganum í Hraunbæ og komst út á sunnudaginn.. hún er komin að goti.


Við viljum biðja alla sem búa þarna nálægt að hafa augun opin ef hún hefur komist einhver staðar inn til að gjóta og lokast inni. eða er í kringum húsin ykkar.


Ég hef miklar áhyggjur af henni og kettlingunum. ef þeir eru fæddir.  Sárt saknað.


síminn hjá mér er 659-3243 Guðný.