Horaður og illa haldinn högni , finnst í borgarlandinu

3 júl, 2009

Gulbröndóttur og hvítur högni fannst við Í. R. Heimilið í Breiðholti.


Komið var með hann á Dýraspítalann í Víðidal, særðan á höfði og illa haldinn.  Litla skinnið kom í Kattholt 3. Júlí eftir að dýralæknir var búin að meðhöndla hann í nokka daga.


Hann er mjög ljúfur og elskulegur. Ef eigandi hans finnst ekki og kisan  búinn að jafna sig, læt ég gelda hann og örmerkja og reyni að koma honum inn á nýtt og ábyrgt heimili.  Það eru margar kisur í borgarlandinu sem ráfa um vegalausar og hraktar.


Velkomin í Kattholt kæri vinur.


Kær kveðja til dýravina.
Sigríður Heiðberg formaður.