Kæra Sigga og kisuvinir í Kattholti.


Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi nýju ári.


Vona þið hafið það gott yfir jólahátðina og hafið nóg af borða.Kærar þakkir fyrir að hafa bjargað mér í fyrra þegar ég var villt í nágrenni Hveragerðis, en nú líður mér mjög vel.


Er búin að vera hjá nýju fjölskyldunni minni núna í rúmt ár og líður alveg rosalega vel.


Fæ nóg að borða og allir alltaf tilbúnir að klappa mér og leika við mig.Sendi ykkur mynd af mér þar sem ég og jólakúlan liggjum á gólfinu, en hún er uppáhalds leikfangið mitt núna.


Jólakveðjur,
Indý, Jóna og Valur.


Kæra fjölskylda.


Ég þakka ykkur fyrir að senda mér þennan fallega póst og mynd af Indý.


Á þessum árstíma er ég oft döpur þegar ég horfi yfir hópinn hér í Kattholti.


Þó falla hér oft sólargeislar,þegar kisurnar eignast ný og góð heimili.


Gleðileg Jól.


Sigríður Heiðberg formaður.