Gleðileg jól. Hugur minn er hjá ykkur. Kveðja Sigga.

23 des, 2009

Kæra Sigga, starfsfólk og yndislegu kisur í Kattholti.

 

Ég Mílanó og eigandi minn viljum óska ykkur innilegrar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Megi guð vera hjá ykkur.

 
Mílanó óskar þess að þið kisur fái ljós í líf ykkar og komist á hlýtt og ástríkt heimili á nýju ári.

 
Því miður verður nýtt ár hjá mér (Mílanó) ekki langt þar sem ég er að berjast við slæm veikindi, en sem betur fer fæ ég að njóta jóla í faðmi eiganda míns og njóta þær stunda sem eftir eru.
Hugur minn verður hjá ykkur kisur á jólunum

 

Kv
Mílanó.

 

Elsku Mílanó og fjölskylda.

 

Hugur minn er hjá ykkur.

 

Megi jólahátíðin veita ykkur gleði og frið.

 

Kveðja Sigga.