Ill meðferð á kisunum okkar

23 feb, 2007


18.febrúar var svartur 6 mánaða kisustrákur skilinn eftir í pappakassa fyrir utan Kattholt.


Hann komst upp úr kassanum vitstola af hræðslu og ráfaði um  kringum Kattholt. Starfsfólk var áhyggjufult að geta ekki náð kisunni og komið henni í skjól. 20 febrúar tókst að veiða hann í búr sem gekk vel. Hann er mjög blíður og vill sitja í fanginu á starfsfólkinu.


Átakanlegt er að horfa upp á meðferðina á kisunum okkar .Velkominn í Kattholt elsku vinur.