Öskubuska var fædd 17. júní 1989. Hún lést þann 26. september 2012, 23 ára gömul. Hún var talin elsti köttur landsins. Buska, eins og hún var kölluð, var sannkallaður gleðigjafi, góður vinur og félagi frá fyrsta degi til hinstu stundar. Buska átti góða ævi og var alla tíð frekar heilsuhraust þó að elli kerling hafii verið farin að hrella hana síðustu árin. Fjölskyldan saknar Busku en veit að hún er nú á hinum eilífu veiðilendum.