Við viljum minna á að nú fer hver að verða síðastur að panta gistingu fyrir kisu í júlímánuð og um verslunarmannahelgina. Í fyrra var fullt á þessum tíma og urðu nokkrir frá að hverfa. Kisa verður að vera bólusett, ormahreinsuð og fressir geltir. Sólarhringsgjald fyrir eina kisu er 1.200 kr.