Hvernig er hægt að styrkja Kattholt?

22 jan, 2013

Margir spyrja okkur hvernig hægt sé að styrkja Kattholt og til þess eru margar leiðir.

 

Í fyrsta lagi að gerast félagsmaður. Slíkt kostar rúmar 3.000 krónur á ári. Kattholt er fyrst og fremst rekið af félagsgjöldum og frjálsum framlögum og styrkjum.

 

En það má líka styrkja starfsemi Kattholts á annan hátt. Margir hafa kosið að færa Kattholti kisumat reglulega og kemur hann alltaf að góðum notum, bæði þurrmatur og blautmatur. Hér skal notað tækifærið og þakkir færðar góðgerðarmönnum kattanna.

 

 

Fleira sem oft vantar: 

 

 

Kattabúr (mega vera notuð)Kattabæli
Kattaklósett

Klórur

Matardallar

Kattagreiður og burstar

Flísteppi

Svartir ruslapokar

Þvottaefni fyrir þvottavél

Mýkingarefni

Kattaleikföng

 

Hver hlutur léttir kisunum lífið!
Opið er í Kattholti milli kl. 08-13 og frá 14-17 virka daga.