Hver hugsar um dýrin okkar.?

8 jún, 2008

Árlega berast 500 hundruð  óskilakettir í Kattholt og einungis fjórðungur þeirra er sóttur af eigendum sínum.


 


Fjórðungi er lógað og helmingur fær ný heimili.


Kattholt reynir eftir bestu getu  að sinna öllum þessum dýrum sem til þeirra koma en oft er það erfitt og dýrin of mörg.


 


Oftar en ekki eru kettirnir ekki örmerktir þó svo að eigendur sé skylt að örmerkja þá samkvæmt reglugerð Reykjavíkurborgar.


 


Einnig er greint frá því í bæklingi um kattahald að skyld sé að hafa hálsól með heimilisfangi og síma svo unnt sé að ná í eigandann ef kötturinn fer á flakk eða er að valda tjóni eða ónæði hjá nágrönnum.


 


Því miður eru líka margir sem trassa það að láta gelda kettina eða taka úr sambandi til þess að koma í veg fyrir óæskileg got.


 


Vegna þess eru smáauglýsingar fullar af litlum kettlingum í heimilisleit og því miður eru ansi margir sem finna aldrei ný heimili.


 


Núna ríkir neyðarástand í Kattholti , 130 kettir dvelja þar nú, þá eru kettlingar ekki meðtaldir.


 


Fjárhagurinn er bágur og útlitið er svart. Það er sorglegt tilhugsun að hugsa til þess hvað mun gerast ef Kattholt lokar.


 


Hvað verður um alla óskilakisurnar.?


Það er mjög þarft starf sem unnið er í Kattholti og hvet ég fólk til þess að leggja málefninu lið.


 


Hægt er að fara inn á heimasíðu kattholts: kattholt.is, til þess að fá frekari upplýsinga.


 


Einnig velti ég fyrir mér hvað bæjarfélög í kringum Reykjavík eru að gera til þess að styrkja Kattholt því það er ekki bara að hýsa og bjarga köttum frá Reykjavík.


 


Einnig vil ég minna á að því fylgir ábyrð og kostnaður að eiga dýr. Það þarf að að bólusetja, gelda og ormahreinsa dýr árlega jafnvel oftar.


 


Dýrin þurfa ást og umhyggju frá okkur en veita okkur í staðinn einn besta félagsskap sem hægt er að hugsa sér.


 


Birna Helena Clausen.


Félagi í Kattavinafélaginu.