Hvar er mamma okkar.

8 jún, 2007

Komið var með 5 kettlinga í pappakassa í  Kattholt í dag. Það var lítil stúlka sem var send inn í athvarfið með þá.

 

Starfsfólk bað stúlkuna að ná í mömmu sína sem beið í bílnum, enginn kom út úr bílnum og var honum ekið  á brott.

 

Ég vildi að þið mynduð heyra hljóðin í litlu kettlingunum sem kalla á móður sína.

 

Það er skoðun mín að kettlingarnir hafi verið teknir frá móðurinni, svo umkomulausir eru þeir.

 

Stórlega er brotið á dýrunum okkar og reynir svona atburður mikið á starfsfólkið.

 

Við getum aðeins vonað  að maðurinn fari að sýni meiri miskunn og elsku í garð dýranna.

 

Er einhver sem vill verða fósturmóðir okkar og koma okkur á legg.  Við erum 4 vikna gamlir.

 

Kær kveðja.

 

Sigríður Heiðberg formaður.