Kæra Sigríður!


 


Hjartað mitt fer út til þín og samstarfsfólks þegar ég les á vefnum um


þær lífsreynslur sem þið þurfið að fara í gegnum.  En verið sterk!


 


Þetta er afskaplega mikilvægt starf sem fram fer, og sem þið sinnið af miklum kærleika og þolinmæði.


 


Og ég veit að það er mikils


metið af mörgum.


 


Mikið vildi ég að ég gæti gert meira til að hjálpa ykkur og Kattholti.


 


Litli strákurinn sem kom til mín fyrir hálfan mánuð braggast vel, og


hámar í sig fóður eins og ég veit ekki hvað.  Hann er mikill


orkubolti.


 


Hann hefur nú fengið nafn: Sándor (nafnið er reyndar borið fram


“Shandor”).  Þetta er ungverskt nafn, nánar tiltekið ungversk útgáfa


af “Alexander”. Litla skinnið hér er svo hugrakur að hann átti skiliðað fá karlmannlegt nafn. 


 


Ég kynnast nefnilega kisu sem hét Sándor í


Budapest fyrir nokkrum árum, og þaðan kom hugmyndin; eftir að ég var búinn að hugleiða ýmis nöfn fannst mér að þetta ætti best við.


 


kær kveðja, Douglas