Starfsmaður Kattholts fann dána kisu á götunni nálægt Kattholti. Það sem særði hana mest var að enginn bílstjóri skyldi stoppa til að taka litla dýrið upp af götunni.
Hún náði í kassa og setti dýrið í hann og breiddi yfir.
Ég fór síðan með kisuna á dýraspítalann í Víðidal.
Í vor var hringt í mig og mér sagt að kisa væri búin að liggja dáin í viku á grasbletti fyrir utan stóran vinnustað hér í bæ.
Eitt það erfiðasta sem ég stend frammi fyrir í minu starfi er að hringja í eigendur katta og tilkynna þeim að kisan á heimilinu sé dáin.
Ég myndi helst vilja heimsækja fólkið sjálf og færa þeim sorgarfregnina, því ég hef persónulega reynslu að missa kisuna mína fyrir bíl og var henni hent eins og hverju öðru rusli í rennusteininn.
Kæru vinir. Verum þess minnug að bak við kisu er fjölskylda sem syrgir.
Okkar ber að virða það og sýna elsku og samúð.
Kær kveðja.
Sigríður Heiðberg formaður.