Hugleiðingar formanns.

21 jún, 2009

Kattholt hefur nú starfað í 18 ár.   Á hverju ári berast 600  kettir í athvarfið.


 


Sumir af þeim komast heim til sín aftur, en fæstir eru  sóttir af eigendum sínum. 


 


Flestir koma úr Reykjavík eða nærliggjandi bæjarfélögum.


 


Þið getið nú ímyndað ykkur álagið sem við stöndum  frammi fyrir að sinna öllum þessum dýrum.


 


Ber okkur ekki skylda til að veita dýrunum okkar hjálp í vandræðum þeirra? Ég tel svo vera.


 


Tvö sveitafélög, Reykjavík og Seltjarnarnes  greiða fyrir dýrin í 7 daga.


 


Eins og þið kannski vitið eiga kisurnar Kattholt sem er  700 fermetra hús við Stangarhyl í Reykjavík. 


 


 


Tilgangur Kattavinafélags Íslands er að veita kisum í neyð hjálp  og reka kattahótel. 


 


Hvað með yfirvöld?  Hvað með kattaeigendur?


 


Ég á marga ketti sem ég elska og  ég tel það skyldu mína að veita þeim ást og öryggi. Tíkinni minni Mússu má ekki gleyma, hún er13 ára og mætir með mér í vinnuna á hverjum degi .


 


Nýlega bað ég dýravini að hugsa til okkar með fóður.


Þá voru komnir 25 vegalausir kettlingar í athvarfið.  Ekki létu dýravinir bíða eftir sér. Dag eftir dag komu þeir færandi hendi með fóður og peningastyrk til bjargar.


 


Ekki má gleyma þeim sem tóku að sér kettlinga og veittu þeim heimili.


Þeir fóru allir örmerktir og fylgst verður með þeim.


 


Það gefur mér mikinn styrk að vita af svo góðu fólki sem lítur í náð til dýranna og vill veita þeim skjól.


 


Til umhugsunar.


Sigríður Heiðberg formaður.