21. júní fer Snotra heim frá Kattholti

22 jún, 2009

Eigandi kisu júní mánaðar er fundin. 


 


Kisan hafði dvalið í Kattholti í 19 Daga með spenana sína fulla af mjólk.


 


Kisan heitir Snotra og  heima biðu 4 kettlingar eftir mömmu sinni. Æ það er svo sorglegt.


 


Sá sem passaði læðuna athugaði ekki að hringja í Kattholt. Eigandi hennar var í útlöndum.


 


Meðan hún var í Kattholti bjargaði hún 3 kettlingum og einn af þeim fylgdi henni.


 


Kettlingarnir sem hún á heima eru farnir að borða.


Móðurfaðmurinn  er samt bestur.


 


Til hamingju Snotra mín.


Kveðja Sigga.