Hrólfur er búinn að kveðja.

20 maí, 2008

Við vorum svo ólánsöm að missa hann Hrólf okkar sem við fengum frá ykkur. Hans ævi endaði rétt fyrir miðnætti, þann 12 maí 2008 og var líklega orðin 9 ára sjarmatröll sem veitti okkur ómælda ánægju. Hann var vel eyrnarmerktur (tatto).


 


Hann var talin vera um 3 ára þegar við fengum hann hjá ykkur og var hann búin að eiga heima í kattholti , því þið ætluðu honum hlutverk í kattholti sem arftaka Emils.


 


Við vorum mjög lánsöm að Frú Sigríður teysti okkur fyrir honum, því engan annan kött vildum við fá.


 


Við fengum ekki að vita af örlögum hans fyrr en dætur mínar fréttu af hans slysi í skólanum ,þrem dögum seinna , þó ég vissi strax að eitthvað var ekki rétt , því hann tók ekki á móti okkur að morgni 13 maí og varð ég uggin um hann.


 


Annað sem mig langar að koma á framfæri til þeirra sem þurfa þjónustu lögreglu hér í Hafnarfirði er að þeir eru ekki liprir í þjónustu vegna dýra sem maður saknar og hvort dýrið hafi komið í þeirra hendur.


 


Eðlilega eru vaktaskipti en eftir 3 tilraun þá sagði ég að ég væri búin að frétta af útkalli hjá þeim vegna kattar sem var keyrt á að kvöldi 12 maí.


 


Það var ekki fyrr en ég fór fram á það að ég vildi að þeir fléttu upp í útkallsskýrslum að ég fékk það staðfest að þetta hafi verið minn köttur sem fór fyrir bíl og tel ég það vera þekkingarleysi og skilningur ekki nægur hjá veslings köllunum í löggunni hér í Hafnarfirði þegar það kemur að þjónusta okkur vegna dýrana okkar og ekki nægilegar skýrar reglur til að vinna eftir því lögreglan er orðin sameinuð og eru vaktinar mis skylningsríkar að mínu mati þegar það kemur að félögum og gæludýrum okkar sem er hluti af okkur.


 


Við gerðum dauðaleit af honum í von um að fá hann til okkar og hann fái þá kveðju með okkur sem hann á skilið.


Hann fór í þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar af lögreglu strax eftir að lögregla skaut hann vegna áverka og er komin í pittinn þeirra og mun ég ekki fá hann.


 


Ég hafði samband við Guðmund í Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og fræddi hann mig að kettir væru ekki jafn réttháir og hundar , þó þeir séu örmerktir því kattareigendur borga ekki dýraleyfisgjald , eins og með hundana en samt ber okkur skilda að hafa þá merkta , bólusetta og ormahreinsaða og það sé tilkynnt til þeirra.


 


Hvernig stendur á því og ég er búin að hafa fyrir því að örmerkja dýrin mín og það vegur ekkert!? 


Mér þætti gaman að vita hvernig þessi „PITTUR“ er hvort hann sé samkvæmt ákvæðum Heilbrigðiseftirlits.


 


Það vakti forviti Guðmundar líka með „PITTINN“ og vona ég að hann gangi í það að tala við lögreglu og setji skýrari verklagsreglur fyrir þá sem koma að þessu fyrir okkur dýraeigendur vegna örmerkinga og fara eftir lágmarks rétt okkar að þeir sé skannaðir og af þeim aðilium sem hann telur að eigi að taka þetta til sín.


 


En hver ætlar sér svo  að eigna sér svona klúður það þætti mér gaman að vita?


 


Við fjölskyldan erum niðurbrotin að fá ekki jarðneskar leyfar hans Hrólfs , því það hefði verið svo aðgengilegt fyrir þessa aðila ef skilningurinn væri fyrir því að það eru fjölskyldur á bak við dýrin.


 


Virðingarfyllst.


Hrafnhildur Jóna Þórisdóttir.


 


 


Kattavinafélag Íslands sendir ykkur samúðarkveðju og þökkum ykkur fyrir Hrólf.


 


Kveðja Sigríður Heiðberg formaður.