Kæru kisueigendur. Nú styttist í páska og þið ætlið kannski að skella ykkur í sumarbústað, út á land eða jafnvel til útlanda.
Þá er nú eins gott að kisa sé í öruggum höndum á meðan og því viljum við vekja athygli ykkar á Hótel Kattholti. Það er alltaf öruggara að vera með kisuna á hótelinu en setja hana í gæslu til vina eða vandamanna, því þá fara kisur oft að leita heim og það er þá sem þær týnast.
Á hótel Kattholti er vel hugsað um kisurnar, þær fá mat, vatn og blíðu og eru í öruggu skjóli. Síminn hjá okkur er 567 2909 og við hvetjum ykkur til að panta sem fyrst.
Með kærri kveðju frá starfsfólki Kattholts.