Páskabasar Kattavinafélagsins

27 mar, 2012

 

Páskabasar Kattavinafélagsins verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, laugardaginn 31. mars kl. 11 – 16.

 

Á boðstólum verður að venju margt góðra muna, s.s. kisudót, páskaskraut og margt fleira.
Auk þess kökur og brauð sem kattavinir baka af mikilli list og gefa til styrktar kisunum.
Kökurbasarinn nýtur sívaxandi vinsælda og selst yfirleitt allt upp á mettíma.

 

Síðast en ekki síst verða sýndar nokkrar yndislegar kisur sem allar eiga það sameiginlegt að þrá nýtt og gott heimili.

 

Allir dýravinir hjartanlega velkomnir.

 

Kattholt er eina dýraathvarf landsins og sækir stuðning til rekstursins til góðviljaðra einstaklinga og félaga.