Hótel Kattholt-Nú þarf að panta!

10 des, 2014

Það er gott að vita af kettinum í öruggum höndum þegar farið
er í frí. Yfir hátíðarnir er mikið um að vera og kettir í pössun hjá vinum og
vandamönnum eiga það til að stinga af og týnast. Oft er því öruggara að hafa
köttinn á Hótel Kattholti.

 

Minnum kattaeigendur á að panta sem fyrst,
ef þeir vilja vera öruggir um pláss. Það er vanalega mikil aðsókn á hótelið á
þessum árstíma.

 

Kettir þurfa að vera fullbólusettir,
ormahreinsaðir og hafa náð sex mánaða aldri. Fresskettir þurfa að vera geltir.

 

Gistingu er hægt að panta í síma 567-2909 og/eða með því að
senda tölvupóst á kattholt@kattholt.is.

 

Með kærri kveðju frá starfsfólki Kattholts.