Það ber mikið á því að kisur leiti ásjár fólks nú þegar
rysjótt veður ganga yfir landið dag eftir dag. Mjög þakkarvert og gott
til þess að vita hvað margir eru tilbúnir að hjálpa.
Höfum líka augun opin fyrir kisum á vergangi, þær eiga erfitt uppdráttar um þessar mundir, hungraðar, hraktar og kaldar.
Munum eftir þeim, útbúum skjól þar sem því verður við komið og gaukum að þeim bita. Það munar okkur litlu en þeim miklu.