Þessari móður var bjargað ásamt einum 5 vikna kettlingi frá drukknun.  Eigandinn var búinn að auglýsa kettlinga gefins og sagðist mundi keyra með kisurnar niður á höfn og fleygja þeim í sjóinn, sagðist hafa gert það áður með kisur sem hann hefði átt.

 

Þetta nístir mann alveg niður í hjartarætur hvað fólk getur verið alveg tilfinningarlaust gagnvart málleysingjum. Þessi blessuð dýr sem gefa svo mikið af sér, eina sem þau biðja um er ástúð og umhyggja sem þau gefa svo margfalt til baka.

 

Fólk þarf að fara að taka ábyrgð á dýrunum sínum en ekki henda þeim út eins og hverju öðru rusli.

 

Dýrin hafa líka tilfinningar.