Sæl Sigríður í Kattholti,
Hér kemur mynd af henni Buddu sem reyndar heitir Hollý núna.
Hún er alveg sérstakur persónuleiki, hún étur hinn ótrúlegasta mat eins og rúgbraud og salatblöð, en auðvitað fær hún líka hefðbundin kattarmat.
Henni finnst gott að vera kringum mömmu þegar hún vinnur í garðinum og hún fer inn og út um kattarstiga sem liggur frá eldhúsglugga niður á bílskúrsþak.
Hún er mjög blíð og kelin við okkur, en hefur varan á við
ókunnuga. Í einu orði við erum afskaplega ánægð og heppin með þessa yndislega kisu.
Bestu kveðjur
Sólveig og fjölkskyldan í Efstasundi.
Til hamingju elsku Hollý.
Ég veit að þér líður vel í faðmi fjölskyldu þinnar.
Starfið hefur skilað góðum árangri.
Kveðja Sigga og starfsfólk.