Félagið beinir vinsamlegast þeim tilmælum til dýravina, hvar sem er á landinu, að þeir hlúi að kisum á vergangi í þessari kulda- og snjóatíð. Þær eru kaldar og svangar eins og nærri má, auk þess oft veikar, hræddar og stundum meiddar. Opnið skjól þar sem mögulegt er og gefið þeim mat og vatn.