Á laugardaginn var Maraþonhlaup Reykjavíkur haldið. Til stuðnings Kattholti hlupu margir, góðir kisuvinir og langar okkur að færa þeim okkar hjartanlegustu þakkir fyrir dugnaðinn og hjálpina.
Ennfremur þökkum við hjartanlega öllum þeim sem með áheitum sínum á hlauparana okkar gera okkur kleift að gera Kattholt að enn betra athvarfi fyrir óskilakisur, þar til við finnum þeim vonandi góð framtíðarheimili.